Keynote at The Iceland University of the Arts annual conference

The Iceland University of the Arts annual conference, Hugarflug, was held for the ninth time February 15-16 2019.

Keynote speaker: Sigríður Þorgeirsdóttir.

The panel “Education, humanity and embodiment” discussed the approaches and methods of the research project Embodied critical thinking which has the aim of systematically reconsidering the concept and practice of critical thinking by engaging recent theories and discussions of embodiment in terms of integrating the complexity of feeling and experiential backgrounds in thinking.

Participants: Kristín Valsdóttir, Ingimar Ólafsson Waage, Vigdís Gunnarsdóttir, Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, Sigríður Þorgeirsdóttir and Steinunn Hreinsdóttir.

Donata’s seminar “Embodied dimensions of thinking” in the University of Iceland, spring 2019, has been announced.

Teacher: Donata Schoeller.

The seminar introduces the approaches of the international research project on Embodied Critical Thinking, hosted at the Institute of Philosophy of the University of Iceland. On the grounds of an ‚experiential turn’ in philosophy, the seminar will investigate embodied backgrounds of thinking and meaning that have been brought to the fore from different philosophical schools and research areas. We will cover groundbreaking texts from the pragmatist, phenomenological, hermeneutic and feminist traditions, and also dipp into the enactive approach to meaning based on research in the cognitive sciences. Besides understanding the complexity one needs to deal with when considering the embodied roots of thinking and meaning, we will ask what this means for the practice of thinking. A considerable amount of the seminar will be dedicated to new practices in critical thinking and research that do not discard the situated and embodied intricacy from which every-body thinks.

All interested students with relevant background are welcome to apply to take this seminar, but philosophy students will be given priority in case of oversubscription.

Taught in English on an intensive basis (6 hours per week) from 5-28 March 2019.

https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namskeid&id=70572920190&namskra=0

Radio interview with Sigríður Þorgeirsdóttir about ECT, January 2019.

http://www.ruv.is/spila/ras-1/samtal/20190113

Samtal – Heimspeki og frásagnir

Þáttaröð um frásagnir í mannlífinu, frá sjónarhorni heimspeki, bókmenntafræði, stjórnmálafræði, sálarfræði, sálgreiningar, náms- og starfsráðgjafar, sagnfræði, auglýsingafræða, kvikmynda. Eftir því sem við vitum best, einkennir það mannkynið um fram aðrar dýrategundir að geta sagt sögur. Það er töluvert andlegt afrek að geta raðað atburðum í tímaröð, þar sem hvert atvik leiðir til hins næsta og úr verður rökleg frásögn. Allir sem ekki búa við vitsmunalega skerðingu af einhverju tagi hafa þessa hæfni. Frásögnin gerir manneskjunni kleift að setja sjálfa sig á svið í tímanum, gera áætlanir, ímynda sér framvindu óorðinna atburða, o.m.fl. Að mörgu leyti er hún forsenda skilnings, ekki síst á fyrirbærum sem þróast og breytast með tímanum. Manneskjan er umvafin sögum frá vöggu til grafar, allt frá ævintýrunum sem barninu eru sögð fyrir svefninn, til morðgátna sem leystar eru í sjónvarpsþáttum á hverju kvöldi. Stjórnmálamenn segja sögur, sem stundum eru fjarri raunveruleikanum en hafa mikinn sefjunarmátt. Tekist er á um hvernig eigi að segja sögu tiltekinna atburða og ráða pólítískar skoðanir eða hagsmundir oft ferðinni í því sambandi. Þjóðir, þjóðflokkar, ættbálkar og hópar af ýmsu tagi, að ógleymdu mannkyninu öllu, eiga sér sögu, sem er hluti af sögu reikistjörnunnar og lífsins á henni. Það er hlutverk vísinda og fræða að segja þessa sögu, en við skiljum heiminn betur ef við getum sett hann í sögulegt samhengi. Hver einstaklingur á sér líka sína sögu sem er einmitt einstök. Þótt hann lifi í núinu, getur fortíðin sótt á og framtíðin vakið kvíða. Það getur verið mikilvægt fyrir hann að henda reiður á eigin sögu til að ná betri tökum á tilveru sinni. Eins er það upplýsandi að þekkja sögu sem flestra annarra, því mannlegt hlutskipti er margs konar. Skilningur á stöðu sem flestra, ekki síst þeirra sem eru hvað ólíkastir manni, víkkar því út vitundina um heiminn og tilveruna. Markmið þáttaraðarinnar er að ræða um frásagnir frá sjónarmiði margvíslegra fræða og í ólíku samhengi. Meðal annars verður rætt við bókmenntafræðinga, guðfræðinga, sálfræðinga, rithöfunda, kvikmyndagerðarmenn, námsráðgjafa, stjórnmálafræðinga og sagnfræðinga.

Radio interview with Guðbjörg R. Jóhannesdóttir on embodiment, where she introduces the ECT project, December 2018

http://www.ruv.is/frett/ad-hlusta-a-likamann-er-galdur

„Margir heimspekingar, eins og til dæmis Henry David Thoreau, hafa lagt áherslu á að úti í náttúrunni öðlumst við sjálfsþekkingu, lærum að hugsa heimspekilega, hugsa fyrir okkur sjálf. Er þetta innra landslag líkamans sameiginleg rót skapandi og gagnrýnnar hugsunar?”

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, umhverfisheimspekingur, veltir fyrir sér sambandi rökhugsunar og skynjunar., skrifar:

Mig langar að deila með ykkur hugleiðingum um líkamann og hugsun sem ég setti á blað í tilefni af sýningunni Líkami, efni og rými sem opnaði nýverið í Listasafni Reykjanesbæjar, en hluti af pistlinum sem ég flyt ykkur í dag birtist þar í sýningarskrá. Á sýningunni er að finna verk eftir þær Eygló Harðardóttur, Ólöfu Helgu Helgadóttur og Sólveigu Aðalsteinsdóttur, en þær og verk þeirra gáfu mér tækifæri til að halda áfram að hugleiða það sem ég snerti á í pistli mínum um daginn; það hvernig við skynjum og hugsum sem líkamar í landslagi, sem líkamar erum við alltaf að bregðast við landslaginu, sem er auðvitað ekkert annað en efnin og rýmin sem umvefja okkur.

Að hlusta á líkamann, og hlusta á efni og rými er galdur sem við fremjum öll á hverju augnabliki en veitum því hins vegar sjaldnast athygli. Ef til vill veitum við því ekki athygli vegna þess að okkur hefur verið kennt að aftengjast líkömum okkar, að gleyma þeirri staðreynd að við erum skynjandi líkamar. Kerfin sem við ölumst upp við í vestrænum samfélögum telja okkur trú um að rökvís hugur okkar sé aðskilinn frá líkamanum og að öll hugsun og þekking verði til í gegnum meðvitaða rökvísina. En þessi kerfi standa á sífellt valtari fótum, ekki síst vegna þess að sá mannskilningur sem þau byggja á er smátt og smátt að víkja fyrir nýjum mannskilningi. Við skiljum ekki lengur mannveruna sem rökhugsandi huga, sjálfstæðan einstakling sem stendur utan við umhverfi sitt og hefur stjórn á því í gegnum rökvísina, heldur skiljum við núna að mannveran er skynjandi líkamleg tengslavera sem er órjúfanlegur hluti af umhverfi sínu og að hugur hennar er samofin líkamanum, rökvísin er samofin skynvísinni.

Þessi mannskilningur sýnir okkur að á hverju augnabliki erum við sem líkamar að taka á móti áhrifum frá umhverfi okkar um leið og við höfum áhrif á það. Einmitt núna hafa birtan, litirnir og hlutirnir í rýminu sem ég sit í, myrkrið í rýminu fyrir utan gluggann og hljóðin sem ég heyri hinu megin við vegginn áhrif á hvernig ég skynja mig og hugsanir mínar hér og nú. Sömuleiðis hafa öll rými sem ég hef áður verið í, öll hljóð sem ég hef áður heyrt, allar hugsanir sem ég hef lesið úr verkum annarra, áhrif á það sem ég hugsa og skrifa einmitt núna. Frá því ég var fóstur í legi móður minnar hafa lög eftir lög af því sem ég hef skynjað í rýmunum sem ég hef dvalið í (hvort sem þau eru efnisleg eða andleg) byggt upp heildina sem það er að vera ég og vita það sem ég veit og hugsa það sem ég hugsa. Þetta gildir um okkur öll. Allt sem við gerum og hugsum sprettur af því sem við höfum heyrt í kringum okkur hvort sem við vorum að hlusta á meðvitaðan hátt eða ekki. Öll okkar þekking býr í líkamanum sem er tenging okkar við efnin og rýmin; landslagið, sem við höfum bundist í gegnum tíðina. Sem líkamar erum við tengslaverur.

Þegar við hugsum og sköpum getum við verið meðvituð um þetta, eða ekki. Við getum talið okkur trú um að sem aðskildir hugar fáum við hugmyndir eins og eldingar inn í heilann og að í kjölfarið taki við ferli sem felur í sér að finna rétta efnið eða réttu orðin til að festa hugmyndina í form. Við getum líka viðurkennt fyrir okkur sjálfum að hugmyndirnar koma ekki utan frá eins og eldingar, þær koma innan frá, uppsprettan er líkaminn og það sem hann hefur skynjað í gegnum hlustun sína á umhverfi sitt, hvort sem sú hlustun er meðvituð eða ómeðvituð.

Hvað gerum við þegar við hlustum á meðvitaðan hátt sem líkamar á efni og rými? Í stað þess að byrja á hugmynd til að efnisgera, byrjum við á því að hlusta á efnið í kringum okkur og hvernig við tengjumst því í rýminu sem við deilum með því. Við beinum allri okkar athygli að efninu, opnum öll skynfærin, leyfum okkur að vera með efninu og rýminu sem það skapar með okkur, og hlustum á viðbrögð líkamans og skynvísina sem í honum býr. Rökvísin fær að draga sig í hlé um stund og við hlustum bara með einbeittri athygli þar til eitthvað fer að hreyfast; hjartað fer að slá hraðar, maginn tekur kipp eða fiðrildi fara að fljúga um hann og í kjölfarið birtist þörf til að móta eitthvað, segja eitthvað, flæða saman við efnið og leyfa því að tala í gegnum sig. Þörf til að deila því sem maður upplifir innra með sér með öðrum þannig að þetta samtal við efnið og rýmið fái að verða að nýju samtali við aðra líkama. Í þesskonar hlustun býr fegurðin.

Þversögnin í þessu öllu er að við erum alltaf að hlusta, heyra, taka á móti merkingu efnis og rýmis í gegnum líkamann – jafnvel þegar við teljum okkur vera að byrja á hugmynd til að efnisgera er þessi hugmynd í raun sprottin úr þessu eilífa samtali sem við eigum í við efni og rými á hverri einustu stundu. En það er sérstakur galdur í því falin að hlusta á meðvitaðan hátt, að taka eftir því hvernig við erum í þessu samtali, að leyfa sér að finna fyrir skynvísinni tala í gegnum líkamann á meðvitaðan hátt. Og það er líka sérstakur galdur falinn í því að vera minnt á að hlusta á efni og rými á meðvitaðan og opinn hátt, að bíða spennt eftir því hvað þau segja okkur og taka eftir því hvernig þau geta talað á ólíkan hátt til hvers og eins okkar. Ég er minnt á að hlusta á efni og rými t.d. þegar ég nýt fegurðar í náttúrunni eða í listaverkum, þegar eitthvað grípur mig á þann hátt að skynjun mín opnast fyrir því að hlusta og taka á móti merkingu, hlusta eftir því sem kemur í hug mér ef ég geri ekkert nema að taka inn – upplifa, eða innlifa, lifa mig inn í, þessa skynjun á þessu augnabliki.

Ég hef heyrt marga tala um reynslu af því að sköpunarkraftur og hugmyndaflæði hafi aukist við það að dvelja í náttúrulegu landslagi eins og t.d. því sem einkennir hálendi Íslands – landslagi sem auðveldlega grípur skynræna athyglina. Það er ákveðin tegund skynjunar, fagurferðileg skynjun, að skynja bara til að skynja, sem hálendið kallar á, vegna þess að þar er svo margt að undrast, svo margt sem dregur athyglina að skynfærunum – við þessar aðstæður stillist maður ósjálfrátt inn á þessa tegund skynjunar.

Dæmi um þetta heyrði ég af í fyrirlestri sem sérfræðingur hjá NASA hélt á málþingi um verndun miðhálendisins fyrir nokkrum árum. Hann sagði okkur frá því að reglulega kæmi teymi vísindamanna frá NASA til að dvelja á hálendi Íslands við rannsóknir sem tengjast Mars. Hann sýndi myndir af vísindamannateyminu þar sem fólk sat úti í hrauni eða á fjalli með skissubækur/dagbækur og virtist djúpt hugsi eða uppljómað – og sagði okkur að það væri ótrúlegt hvað þau gerðu alltaf margar nýjar uppgötvanir og hugsuðu vel saman þann tíma sem teymið dvaldi á hálendinu við rannsóknir.

Það sem gerist þegar við leyfum allri athyglinni að beinast að skynjunininni, líkamanum, er að það verður opnun inn í innra landslag líkamans – við förum ósjálfrátt að beina athyglinni inn í líkamann. Við förum að veita því athygli hvernig okkur líður, því að ytra landslagið kallar fram svo sterk viðbrögð. Við byrjum þannig að beina athyglinni að því hvernig ytra landslagið lætur okkur líða, hvernig við líðum um, hvernig ytri form og hreyfingar hreyfa við okkur hið innra – ég nýt þess um stund að finna hvaða áhrif það hefur á mig að sitja við þennan læk. En þegar við hættum að veita smáatriðum athygli höldum við samt áfram að beina athyglinni inn á við, og við byrjum að skanna innra landslag þess hvernig okkur líður ákkúrat núna, hvað við skynjum og hvað við vitum á þessu augnabliki, og ef til vill hvað er mikilvægt fyrir okkur á þessu augnabliki.

Það sem gerist í þessari könnun er að þegar þetta innra rými opnast (allt hversdagsamstur hverfur, hugurinn tæmist um stund) þá fara hugsanir, minningar, myndir, hugmyndir að poppa upp í hugann. Allar þessar hugsanir, minningar, myndir, mynstur getum við séð fyrir okkur eins og setlög á setlög ofan, hárfína þræði, lag eftir lag sem vefjast saman og liggja í líkamanum. Og hvað er í þessum setlögum? Allt sem við höfum skynjað, jafnvel frá upphafinu í legi mæðra okkar. Þegar við fáum innra rými til að kanna innra landslag líkamans þá fáum við tækifæri til að skoða hvern þráð, hvert setlag fyrir sig, og það hvernig þau tengjast. Alveg eins og þegar við göngum um landslagið og nefnum það sem við sjáum í kringum okkur eða reynum að spá í hvað það er, hvaða sögu það hefur að segja, þá gerum við það sama þegar við skoðum innra landslag líkamans, við berum kannski strax kennsl á sumt sem við finnum þar en þurfum að skoða annað nánar og heyra sögu þess.

Er þetta það sem það er að hugsa heimspekilega, hugsa fyrir sjálfan sig, hugsa listrænt? Margir heimspekingar, eins og til dæmis Henry David Thoreau, hafa lagt áherslu á að úti í náttúrunni öðlumst við sjálfsþekkingu, lærum að hugsa heimspekilega, hugsa fyrir okkur sjálf. Er þetta innra landslag líkamans sameiginleg rót skapandi og gagnrýnnar hugsunar? Þetta er að minnsta kosti það sem við þurfum að upphefja og veita athygli varðandi það hvernig við hugsum að mínu mati. Við hugsum ekki bara sem aðskildir heilar, heldur sem líkamar.

Við þurfum fyrirbærafræði hugsunar, að skoða hvernig reynsla okkar af því að hugsa er, og þegar við gerum það kemur í ljós að sem skynjandi og hugsandi verur, erum við þannig byggð að hugsanir, minningar, myndir, hugmyndir birtast í huganum þegar athygli okkar beinist að innra landslagi líkamans, þetta eru viðbrögð sem við tjáum stundum þegar við segjum upphátt hvernig eitthvað lætur okkur líða, eða skrifum niður eða teiknum það sem við hugsum, en annars setjast þessi viðbrögð bara ósögð í líkamann sem setlag eða þráður sem skapar heildina í því sem það er að vera ég og vita það sem ég veit. Og þá kem ég að því hversvegna allt þetta tal um líkamann og hugsun er mikilvægt:

Þetta er mikilvægt fyrir heimspeki vegna þess að hún hefur það hlutverk að hugsa um hvað það er að hugsa og hún hefur það hlutverk að taka þátt í að skapa og skýra nýjan mannskilning –hlutverk hennar er að hugsa um heiminn, og hjálpa okkur að hugsa um okkur sjálf og heiminn.

Þetta er mikilvægt fyrir menntun af því að kerfin okkar hafa verið að vanrækja þessa tegund skynjunar og hugsunar. Mun meiri áhersla hefur hingað til verið lögð á rökvísi heldur en skynvísi í öllum okkar menntakerfum, enda hafa þau byggt á mannskilningi sem gerir ráð fyrir aðskilnaði rökvísi og skynvísi, skynsemi og tilfinninga, líkama og hugar, manns og náttúru. En ýmislegt gæti bent til breytinga þar á. Líkaminn og skynvísin hafa svo lengi verið vanrækt innan menntakerfa sem og annarra kerfa, en nú virðist vera kominn tími til að beina athygli okkar loksins að þessum djúpu rótum allrar okkar þekkingar og gilda. Meira um það síðar.

Björn Þorsteinsson and Guðbjörg R. Jóhannesdóttir will discuss Embodied Critical Thinking and Embodiment at Hannesarholt Reykjavík, October 10.  2018 at 20.00.

https://www.facebook.com/events/2249008662042528/

Íslenskir heimspekingar hafa lengi fengist við mótun og kennslu gagnrýninnar hugsunar, allt frá því að Páll Skúlason hélt útvarpserindi sín um hugtakið snemma á 9. áratug síðustu aldar. Þetta mikilvæga hugtak, og þá ekki síður iðkun þess sem það nefnir, kallar á stöðuga endurskoðun og greiningu. Markmið rannsóknaverkefnisins „Líkamleg gagnrýnin hugsun“, sem hlaut styrk úr Rannsóknasjóði (Rannís) snemma árs 2018, er að skoða gagnrýna hugsun í tengslum við þá staðreynd að hinn gagnrýni hugsuður er alltaf líkamleg vera. Þannig er tekist á við þá tvíhyggju skynsemi og tilfinninga sem reynst hefur lífseig, og reynt að móta aðferðir til að taka líkamann með í reikninginn þegar gagnrýnin hugsun er iðkuð og kennd. Í heimspekispjallinu 10. október munu Guðbjörg R. Jóhannesdóttir og Björn Þorsteinsson bregða ljósi á rannsóknaverkefnið og setja það í samband við margvíslegar hefðir og hugmyndir. Frítt inn.

Veitingastofurnar verða opnar frá kl.18.30. Borðapantanir í síma 511-1904 eða á hannesarholt@hannesarholt.is

Speech at the Icelandic Science and Technology Council

Björn Þorsteinsson gave a speech June 1, 2018 at the Icelandic Science and Technology Council where he talked about the need to cultivate humanity through education in the age of the fourth industrial revolution. The title of his speech, „The Child and the Cellphone“ refers to the story of Mamoudou Gassama who climbed up a building in Paris while spectators used their cellphones to take photos of the child hanging from the balcony of the fifth floor. In a similar manner, we can not save children in schools with more technologies alone. We have to cultivate human encounters in a low tech educational settings. Here is the speech in Icelandic.

http://hugras.is/2018/06/barnid-og-siminn/

Á laugardaginn var, 26. maí, var 22ja ára gamall karlmaður frá Malí, Mamoudou Gassama, staddur í norðurhluta Parísar, nánar tiltekið í 18. hverfi, einu af þeim hverfum sem hafa í gegnum tíðina aðallega verið byggð verkafólki og, á síðustu áratugum, innflytjendum. Gassama var sestur inn á grískan veitingastað með vinum sínum og hugðust þeir horfa saman á úrslitaleikinn í Meistaradeildinni í knattspyrnu. Þið vitið sjálfsagt öll hvað gerist næst, og hafið jafnvel horft á myndir af atburðinum: Gassama heyrði háreysti frá götunni, örvæntingaróp og bílaflaut, og fór út fyrir. Hópur af fólki hafði safnast saman á gangstéttinni og horfði upp eftir byggingu einni við götuna, og þegar Gassama fylgdi augnaráði þeirra kom hann auga á lítið barn – sem reyndist vera fjögurra ára gamalt – sem hékk á svalahandriði uppi á fimmtu hæð. Hann beið ekki boðanna – eftir á tók hann svo til orða í viðtali, einu af þeim fjölmörgu sem tekin hafa verið við hann frá því þetta gerðist, að hann hafi ekkert gruflað í því hvað gera skyldi, hann bara gerði það sem gera þurfti – og stökk til og, til að gera langa sögu stutta, klifraði upp húsið, af einum svölum upp á þær næstu, alla leið upp á fimmtu hæð – og þegar þangað kom kippti hann barninu yfir svalahandriðið – og spurði barnið „hvað ertu eiginlega að gera?“.

Eftirleikinn þekkið þið sjálfsagt líka: Mamoudou Gassama varð í einni svipan að hetju, einhvers konar þjóðhetju, og á mánudagsmorgun kallaði forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hann til sín í Elysée-höllina og ræddi við hann undir fjögur augu – og lofaði að verðlauna hann með plaggi sem skipti Gassama miklu máli. Hvaða plagg var það? Þetta laugardagskvöld var Gassama sannarlega réttur maður á réttum stað – hann bjargaði barninu, það var hann sem gerði það, ekki öll hin sem stóðu þarna og horfðu á og hrópuðu upp yfir sig og höfðu væntanlega hringt á slökkviliðið – því að mörg þeirra voru í það minnsta með símana á lofti, að vísu í mörgum tilvikum til þess eins að taka mynd af atburðinum, að festa atburðinn á filmu. Gassama var réttur maður á réttum stað, en engu að síður átti hann ekki að vera þarna, hann mátti ekki vera þarna, hann var ólöglegur. Hann var ólöglegur innflytjandi, pappírslaus, eins og það heitir á frönsku, leyfislaus, undir fölsku flaggi, ef til vill, eða í það minnsta án leyfis yfirvalda. En á fundinum með Macron fékk hann loforðið um plaggið sem breytti þessu öllu saman og gerði það að verkum að nú er hann ekki lengur ólöglegur í landinu; raunar má segja að hann hafi fengið sakaruppgjöf, að æðsta embætti franska lýðveldisins hafi gert undantekningu, veitt undanþágu frá lögum og hefðbundnum verkferlum stjórnvaldsins (það er einmitt slík undanþága sem skilgreinir valdhafann) og strikað yfir þá staðreynd að Gassama hafði farið á svig við lögin.

Gott og vel – en af hverju er ég að tala um þetta? Hvers vegna er ég að nota nærri helminginn af þeim dýrmætu mínútum sem ég fæ hérna með ykkur í dag til að rifja upp þessa alkunnu sögu úr samtímanum? Bíðum með svarið og höldum áfram, lengra út í sömu sálma: „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, / sem dropi breytir veig heillar skálar“ orti skáldið. Konan mín, Sigrún Alba Sigurðardóttir, og dóttir mín, Snædís Björnsdóttir nýstúdent, voru í París nú á dögunum, og á mánudagsmorgun tóku þær lestina frá Charles de Gaulle-flugvelli inn til borgarinnar. Þær áttuðu sig ekki á því fyrr en lestin lagði af stað að þetta var úthverfalest, þ.e. lest sem stoppaði á nær öllum stöðvum á leið sinni inn í borgina. Úthverfin norður af París eru meðal annars fræg fyrir óeirðir og mikla spennu, enda búa þar margir innflytjendur eða fólk af erlendu bergi brotið, eins og við orðum það á íslensku. Lestin var yfirfull af fólki með afar fjölbreyttan bakgrunn. Þarna var líka hinn óumflýjanlegi drukkni einstaklingur sem hafði þörf fyrir að kássast upp á samfarþega sína; og auðvitað settist hann við hliðina á Sigrúnu. En í lestinni ríkti andrúmsloft samstöðu og vináttu, og með lagni og hógværð tókst samferðafólki íslensku kvennanna tveggja að lempa manninn til og fá hann til að stilla sig. Ég hef sjálfur verið í þessari lest við svipaðar aðstæður nema hvað þá var andrúmsloftið örlítið meira lævi blandið. Kannski maður megi leyfa sér þá tilhugsun að hetjudáð Gassama hafi verið dropinn sem breytti veig heillar skálar í þessu tilfelli? Og að mennskan, gæskan, góðvildin, allar þessar mannlegu dygðir sem við þekkjum og þurfum að leggja rækt við, eigi sér viðreisnar von?

Og nú kem ég mér að efninu, enda ekki seinna vænna. Einu gildir hversu margar iðnbyltingar við göngum í gegnum, hversu hratt tækninni fleygir fram eða hversu djúpt tækninýjungarnar seilast inn í innstu kima veru okkar – það sem stendur óhaggað, og verður að standa óhaggað, er sjálf mennskan, sú einfalda staðreynd að við erum öll tengslaverur og þurfum hvert á öðru að halda vegna þess að tæknin er ekkert annað en okkar eigið sköpunarverk – leikfang, kannski, en leikföng geta verið hættuleg (enda eru á þeim aðvaranir) og þetta tiltekna leikfang, tæknin, getur einmitt hvenær sem er snúist í höndunum á okkur – og eftir því sem það nær dýpra, þeim mun alvarlegra verður það þegar taflið snýst við og við verðum, með orðalagi í anda Steins Steinarr, að draumi tækninnar í stað þess að tæknin sé draumur okkar. Örfáar stiklur í lokin: við erum stafrænir frumbyggjar. Snjallsíminn hefur bara heiðrað okkur með nærveru sinni í rúm tíu ár. Unglingar dagsins í dag eru þjakaðir af djúpri einsemd og kvíða sem stafar ekki af samskiptaskorti heldur of miklum samskiptum – sem fara að vísu ekki fram augliti til auglitis, á sama hátt og Gassama horfði í augun á barninu þegar hann spurði það hvað það væri eiginlega að gera – og þar liggur vandinn. Við þurfum – já, Vísinda- og tækniráð þarf – að leggja mikla áherslu, mér liggur við að segja ofuráherslu, á raunveruleg samskipti, á líkamlega nærveru, á gamaldags, lágtækniatriði í lífinu eins og að hugsa saman, vera saman, vinna saman, í návist hvers annars, líkamlegri návist. Við þurfum að leggja línur í menntun og líka í löggjöf sem efla einstaklinginn og verja hann sem tengslaveru. Við verðum að rækta mennsku okkar, og mennskan býr í líkamanum, í þeim frumlægu og ef til vill frumstæðu viðbrögðum sem vakna þegar við sjáum eða upplifum eitthvað sem hrífur okkur eða snertir okkur. Við þurfum að bjarga barninu í stað þess að taka upp símann.