Líkamleg gagnrýnin hugsun. Eins dags námskeið fyrir kennara í öllum fræðigreinum. Laugardagur 30. mars 2019

Í vinnustofunni verða kenningar um líkamlega gagnrýna hugsun kynntar stuttlega, en megin áhersla verður lögð á verklegar æfingar sem byggja á þeirri aðferðafræði sem hefur verið þróuð til þess að virkja, þjálfa og iðka líkamlega gagnrýna hugsun. Undirstöðuatriði „Hugsað á brúninni“ („Thinking at the Edge“), aðferðar sem Eugene Gendlin þróaði við Háskólann í Chicago verða kynnt.

Klasi 1: Að virkja skynjun („felt sense“, „felt meaning“) á/tilfinningu fyrir úrlausnarefni, málefni, verkefni eða spurningu. Að skoða og æfa þá endurómun/svörun sem finna má í tengslum á milli skynjunar á/tilfinningar fyrir merkingu og táknunar/framsetningar. Að verða fær um að setja í orð meira af þeirri nákvæmni sem býr í margslunginni undirliggjandi líkamnaðri þekkingu (eða margslunginni undirliggjandi þekkingu sem býr í líkamanum?). Að gera tilraunir með reynslubundna nákvæmni.

Klasi 2: Að hugsa með flókinni lifaðri reynslu. Reynslubundin tenging sem bylgjuvíxlun (e. diffraction), ekki samanburður. Uppbygging aðleiðslu. Reynslu- og aðstæðubundinn skilningur sem „linsur“ sem við horfum í gegnum þegar við hugsum.

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Áhugasamir skrái sig með því að senda tölvupóst á sth123@hi.is

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *